Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. september 2019 14:10
Magnús Már Einarsson
Leiknir R. og Magni sektuð vegna ummæla þjálfara
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna.
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað Leikni R. og Magna vegna ummæla sem þjálfarar þeirra létu falla í viðtölum á Fótbolta.net eftir leiki í 18. umferð Inkasso-deildarinnar um þar síðustu helgi.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ en hún taldi ummæli til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu.

Sigurður Heiðar var ósáttur með rautt spjald sem Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Leiknis, fékk í 1-1 jafntefli gegn Þór.

„[...]Það sáu það allir á vellinum að þetta væri eitt glórulausasta atvik sem ég hef séð, þetta rauða spjald. Hann ætlar bara að taka leikinn af okkur og það er bara þannig, það er einhver línuvörðurinn hérna sem kallar þetta og það er bara einhver bekkjarfélagi hérna í skólanum eða eitthvað, pípari hérna á Akureyri og er að dæma þetta. Þetta er bara til háborinnar skammar," sagði Sigurður Heiðar meðal annars í viðtalinu.

Sveinn Þór gagnrýndi Ivan Prskalo, framherja Njarðvíkur, eftir atvik í leik liðanna.

„[...]Ég er svo búin að ræða við minn mann og miðað við hvernig maðurinn dettur í grasið og annað, guð minn almáttugur. Ég bara trúi ekki að menn geri svona, æji ég veit það ekki, ég er svo fúll útí svona svindlara og að menn láti sig bara detta og fiska eitthvað rautt spjald, bara ég þoli þetta ekki," sagði Sveinn Þór meðal annars í viðtalinu.

„[...]Illa, mjög, það eru bara ákvarðarnir þarna í þessum leik sem að ég bara skil ekki, ég bara næ ekki í rauninni hvernig er ekki hægt að sjá svona og falla fyrir svona svikurum og annað, ég bara næ þessu ekki og ég er svo fúll," sagði Sveinn einnig í sama viðtali.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók fleiri mál fyrir og áminnti meðal annars Val eftir að KSÍ gerði athugasemdir við merkingar á ermum á búningum liðsins. Dagsektir að fjárhæð kr. 5.000 leggjast á Knattspyrnudeild Vals frá og með 15 dögum frá uppkvaðningu þessar úrskurðar, fyrir hvern dag sem líður þangað til úrbótum á merkingum treyja félagsins hefur verið komið við.

Sjá einnig:
Njarðvík kvartar til KSÍ vegna Magna - „Óásættanlegt"
Magni sendir frá sér afsökunarbeiðni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner