Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. október 2022 09:44
Elvar Geir Magnússon
Mikil sorg hjá Tottenham þar sem þrekþjálfari liðsins lést
Son Heung-min og Ventrone áttu sterkt samband.
Son Heung-min og Ventrone áttu sterkt samband.
Mynd: Getty Images
Mikil sorg ríkir hjá Tottenham eftir að þrekþjálfari liðsins, Gian Piero Ventrone, lést eftir stutta baráttu við krabbamein. Ventrone var 61 árs gamall og gekk undir gælunafninu 'The Marine' vegna krefjandi æfingaaðferða.

„Við erum niðurbrotin að tilkynna það að Gian Piero Ventrone hefur fallið frá. Hann var eins elskulegur utan vallar og hann var kröfuharður innan hans. Gian Piero varð fljótt gríðarlega vinsæll meðal leikmanna og starfsmanna. Hans verður sárt saknað og hugurinn er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessum erfiðu tímum," segir í tilkynningu frá Tottenham.

Ventrone tók til starfa hjá Tottenham í nóvember á síðasta ári sem hluti af þjálfarateymi Antonio Conte. Hann átti stóran þátt í því að bæta líkamlegt ástand leikmanna.

Hann komst í fréttirnar þegar hann lét lið Tottenham fara í gegnum óhemju erfiða æfingu á undirbúningstímabilinu í steikjandi hitanum í Seúl. Harry Kane endaði á því að kasta upp.

Leikmenn gerðu sér grein fyrir mikilvægi Ventrone og virðingin fyrir honum var gríðarleg. Son Heung-min og Ventrone áttu sterkt samband og Son fagnaði með honum eftir að hafa skorað þrennu gegn Leicester þann 17. september.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, aflýsti fyrirhuguðum fréttamannafundi sem átti að vera í dag í aðdraganda leiksins gegn Brighton sem verður á laugardag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner