Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 06. desember 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
EM boltinn mun flýta fyrir VAR ákvörðunum
David Silva með EM boltann.
David Silva með EM boltann.
Mynd: EPA
VAR dómar munu taka styttri tíma með boltanum sem notaður verður á EM 2024 í Þýskalandi. Boltinn, sem ber heitið 'Fussballliebe', verður með sérstakri örflögu sem sendir upplýsingar í rauntíma.

UEFA segir að þetta muni flýta fyrir dómum þegar kemur að rangstöðum og hvort dæma skuli hendi.

Boltinn nemur þegar snerting á sér stað og dómarar munu svona nota myndbandsupptöku til að skoða hvort dæma eigi hendi. Þá verði rangstöðudómar nákvæmari.

Mikið hefur verið kvartað yfir því hvernig VAR tæknin hefur notuð, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner