Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mið 06. desember 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez gerir eins árs samning við Inter Miami
Mynd: Getty Images

Luis Suarez hefur yfirgefið brasilíska liðið Gremio og er að öllum líkindum á leið til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum.


Bandaríski miðillinn The Miami Herald greinir frá því að þessi 36 ára gamli Úrugvæi muni skrifa undir eins árs samning við félagið.

David Beckham er einn af eigendum félagsins en hann hefur nú þegar náð í Lionel Messi, Sergio Busquets og Jordi Alba fyrrum félaga Suarez hjá Barcelona.

Inter Miami mistókst að komast í úrslitakeppni MLS deildarinnar en markmiðin eru háleit hjá félaginu og ætlar liðið greinilega að gera atlögu að því að komast í úrslitakeppnina á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner