Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 06. desember 2024 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Þrjú mörk á átján mínútum í magnaðri endurkomu Stuttgart
Stuttgart 3 - 2 Union Berlin
0-1 Danilho Doekhi ('37 )
0-2 Robert Skov ('48 )
1-2 Nick Woltemade ('51 )
2-2 Nick Woltemade ('59 )
3-2 Atakan Karazor ('69 )

Stuttgart vann magnaðan 3-2 endurkomusigur á Union Berlín í þýsku deildinni í kvöld en öll þrjú mörk Stuttgart komu á átján mínútna kafla í síðari hálfleik.

Danilho Doekhi kom Union-mönnum yfir á 37. mínútu með skalla sem Alexander Nubel varði í slá og inn. Gestirnir tvöfölduðu forystuna strax í byrjun síðari er Robert Skov stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf. Enginn varnarmaður Stuttgart elti Skov inn í teiginn sem 'nikkaði' boltanum í vinstra hornið.

Heimamenn vöknuðu eftir annað markið. Nick Woltemade sá til þess að jafna metin með tveimur mörkum á átta mínútum. Í fyrra markinu fékk hann boltann inn á teig, labbaði framhjá markverði Union og skaut boltanum af krafti í netið.

Annað mark hans kom eftir geggjaða sendingu inn fyrir. Móttakan var frábær hjá Woltemade sem lagði boltann í hægra hornið. Laglega gert hjá turninum.

Woltemade er 22 ára gamall og tæpir tveir metrar á hæð en hann kom til Stuttgart frá Werder Bremen í sumar.

Stuttgart hélt áfram að keyra á Union og kom sigurmarkið þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka eftir hræðileg mistök frá markverði Union.

Heimamenn pressuðu hann hátt uppi og í stað þess að flengja boltanum fram völlinn ákvað hann að reyna erfiða sendingu sem rataði á Atakan Karazor sem var ekki í miklum vandræðum með að skora.

Glæsileg endurkoma hjá Stuttgart sem fer upp í 6. sæti deildarinnar með 20 stig en Union í 11. sæti með 16 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner