Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 07. maí 2022 20:04
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Þróttur steinlá fyrir Njarðvík - Gaui Þórðar sá rautt
Marc McAusland skoraði í stórsigri Njarðvíkinga
Marc McAusland skoraði í stórsigri Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jordian Farahani gerði tvö mörk fyrir ÍR
Jordian Farahani gerði tvö mörk fyrir ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Guðjón Þórðarson sá rautt í Ólafsvík
Guðjón Þórðarson sá rautt í Ólafsvík
Mynd: Raggi Óla
Fyrsta umferð 2. deildar karla hófst í dag með fimm leikjum og var heldur betur fjör þar. Njarðvík skellti Þrótturum 4-0 á meðan Völsung lagði Víking Ólafsvík, 3-1, þar sem Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings, fékk að líta rauða spjaldið.

ÍR-ingar unnu góðan 3-0 heimasigur á Hetti/Hugin. Jordian Farahani skoraði tvívegis fyrir ÍR-inga og þá komst Jorgen Pettersen einnig á blað.

Njarðvík fór ansi illa með Þrótt Reykjavík er liðin mættust á Eimskipsvelli en Njarðvíkingar unnu þar 4-0 sigur. Liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleiks þökk sé Marc McAusland og Oumar Diouck en þeir Magnús Þórir Matthíasson og Úlfur Ágúst Björnsson gulltryggðu sigurinn á síðustu tuttugu mínútunum.

KFA og KF gerðu þá 2-2 jafntefli fyrir austan en heimamenn náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik áður en KF kom til baka í þeim síðari. Þorvaldur Daði Jónsson gerði jöfnunarmark KF undir lok leiksins.

Ægir lagði Magna 1-0 á Grenivík og þá vann Völsungur lið Víkings Ólafsvíkur, 3-1. Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings, var sendur upp í stúku þegar lítið var eftir af leiknum.

Úrslit og markaskorarar:

ÍR 3 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Jordian Farahani ('24 )
2-0 Jorgen Pettersen ('39 )
3-0 Jordian Farahani ('90 )

Þróttur R. 0 - 4 Njarðvík
0-1 Marc McAusland ('10 )
0-2 Oumar Diouck ('26 )
0-3 Magnús Þórir Matthíasson ('70 )
0-4 Úlfur Ágúst Björnsson ('77 )

KFA 2 - 2 KF
1-0 Mykolas Krasnovskis ('56 )
2-0 Inigo Albizuri Arruti ('62 )
2-1 Julio Cesar Fernandes ('72, víti )
2-2 Þorvaldur Daði Jónsson ('90 )

Magni 0 - 1 Ægir
0-1 Markaskorara vantar ('40 )

Víkingur Ó. 1 - 3 Völsungur
0-1 Santiago Feuillassier Abalo ('1 )
0-2 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('19 )
1-2 Mikael Rafn Helgason ('33 )
1-3 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner