mán 07. júní 2021 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona að bjóða Memphis þriggja ára samning
Memphis skoraði 76 mörk í 178 leikjum með Lyon.
Memphis skoraði 76 mörk í 178 leikjum með Lyon.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur ákveðið að flýta fyrir samningsviðræðum við hollenska framherjann Memphis Depay sem hefur gert frábæra hluti með Lyon og hollenska landsliðinu undanfarin misseri.

Memphis er 27 ára gamall og samningslaus eftir fjögur ár í Frakklandi. Barcelona hefur miklar mætur á honum og hafa viðræður verið í gangi undanfarnar vikur. Nú er greint frá því að Börsungar ætli sér að ljúka viðræðunum sem fyrst eftir að hafa misst af Georginio Wijnaldum sem virðist vera á leið til PSG á frjálsri sölu.

Barca vill ekki missa af báðum leikmönnunum og hefur því ákveðið að bæta samningstilboðið til Memphis með því að breyta samningslengdinni úr tveimur árum í þrjú.

Memphis skoraði 20 mörk og lagði 12 upp í frönsku deildinni á nýliðnu tímabili. Þá hefur hann skorað 5 mörk í 5 landsleikjum á árinu.

Hjá Barcelona mun hann berjast við menn á borð við Antoine Griezmann, Philippe Coutinho og Ousmane Dembele um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner