Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvað var það sem sérfræðingarnir á RÚV sögðu?
Icelandair
EM KVK 2025
Sérfræðingar RÚV, Adda Baldursdóttir og Albert Brynjar.
Sérfræðingar RÚV, Adda Baldursdóttir og Albert Brynjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég ætla ekki að segja hvað mér finnst eiga að vera gert'
'Ég ætla ekki að segja hvað mér finnst eiga að vera gert'
Mynd: EPA
Vonbrigði.
Vonbrigði.
Mynd: EPA
'Maður horfir á þetta lið og (veltir fyrir sér): fyrir hvað stendur þetta lið? Hvernig fótbolta spilar íslenska landsliðið okkar?'
'Maður horfir á þetta lið og (veltir fyrir sér): fyrir hvað stendur þetta lið? Hvernig fótbolta spilar íslenska landsliðið okkar?'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Óli Kristjáns.
Óli Kristjáns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði í gær 0-2 gegn heimakonum í Sviss í 2. umferð riðlakeppninnar á EM. Þau úrslit þýða að íslenska liðið á ekki möguleika á því að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Liðið situr á botni riðilsins með núll stig og markatöluna 0:3 eftir leiki gegn Finnlandi og Sviss.

Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var óánægður með sérfræðingana sem gerðu upp leikinn í gærkvöldi. Jón Dagur er sonur þjálfara kvennalandsliðsins, Þorsteins Halldórssonar. En hvað var það sem sérfræðingarnir á RÚV sögðu?

Lestu um leikinn: Sviss 2 -  0 Ísland

„Ég geri ráð fyrir því að leikmenn, þjálfarateymi og þeir sem að liðinu standa séu ekki sáttir við að eiga ekki þann möguleika að fara upp úr riðlinum. Vonbrigði af því það eru væntingar, væntingar koma af því að liðið hefur staðið sig vel, hefur náð í úrslit og er búið að komast inn á mótið. Það var talað um að riðillinn væri góður, hentugur. Vonbrigði eru bara hluti af þessu, þegar þú ert íþróttamaður ertu rosalega berskjaldaður, við sem erum hérna að fylgjast með þessu, við verðum líka fyrir vonbrigðum. Það er bara hluti af þessu, nú þarf að berja í brestina, skoða af hverju og svo halda áfram. Maður lærir oft mest í ósigrum, en það er rosalega súrt núna," sagði Ólafur Kristjánsson.

„Það eru vonbrigði af því að við sjáum mikla hæfileika í þessu liði, höfum séð hvað leikmenn geta komið með að borðinu. Mér fannst leikurinn í dag ekkert slakur, töluvert betra en gegn Finnum. Varnarlega spiluðum við vel í í 70 mínútur, gerum mistök þegar markið kemur. Síðustu tíu mínúturnar kemur ekki mikið sóknarlega, finnst við gefast aðeins upp og það kemur þetta 2-0 mark. Það eru vonbrigði að eiga ekki möguleika fyrir síðasta leikinn, eins og 2017, það er súrt," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.

„Væntingar og líka ákveðinn pirringur þegar maður horfir lengra til baka. Þetta er sterkur hópur, flottur aldur á þessu liði, fullkominn tími fyrir þennan hóp að gera eitthvað. Cecilía er einn besti markmaður heims, Glódís besti hafsent í heimi, öll lið í þessari keppni gætu örugglega notað Sveindísi og Karólínu... fullt af góðum leikmönnum. Við höfðum áhyggjur af Þjóðadeildinni, en fyrirliðinn sagði að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur, við myndum vinna leiki þegar það skiptir máli. Við fáum léttasta riðilinn, mjög þægilegan riðil, og við erum föst á botninum fyrir síðasta leikinn á móti erfiðasta liðinu. Þetta eru tólf (keppnis)leikir í röð án sigurs, ekki skorað í fimm af síðustu átta keppnisleikjum; haldið hreinu í tveimur af síðustu ellefu. Maður horfir á þetta lið og (veltir fyrir sér): fyrir hvað stendur þetta lið? Hvernig fótbolta spilar íslenska landsliðið okkar?" spurði Albert Brynjar Ingason.

„Fyrir fram... sterkan varnarleik, spilað á skyndisóknum, sterkar líkamlega," svaraði Ásgerður Stefanía.

„Hvað er uppleggið? Mér finnst alltaf verið að leikgreina andstæðinginn í döðlur og við ætlum ekki að tapa; finna hvernig þær ætla að meiða okkur. Innköst... við erum með frábær innköst, en eiginlega ekkert meira sóknarlega," sagði Albert.

„Það virðist vanta, og það þarf að skoða það, að þegar við komum inn á þessi stórmót að þá erum við ekki að stíga skrefið í að ná í sigra. Í Þjóðadeildinni var það líka þannig að við náðum ekki að velta jöfnum leikjum á okkar hlið. Ef við tökum opinn leik í þessum tveimur leikjum, þá erum við með 2-3 færi sköpuð. Við fáum hornspyrnur sem hafa ekki verið eins skarpar og áður, eigum löng innköst sem hafa skapað usla, en ekki skorað. Ég hrósaði varnarleiknum í hálfleik, en þessi tvö mörk, fyrsta markið hjá Sviss og markið hjá Finnum, koma þegar við erum að hopa í varnarleiknum. Þegar við vorum að vinna fram á við þá vorum við að loka vel á þær," sagði Ólafur.

Albert velti fyrir sér af hverju það voru ekki teknir fleiri sénsar. „Það er færi hérna á 74. mínútu, af hverju erum við ekki að taka fleiri sénsa? Staðan er 0-0 og Sandra er ein inn á teignum."

„Við erum með 0,46 í xG í opnum leik úr þessum tveimur leikjum, á móti Finnum og Sviss."

„Þessi leikur var búinn á 76. mínútu þegar þær skoruðu, við vorum aldrei líklegar til að jafna,"
sagði Albert og tjáði sig svo á þennan hátt þegar rætt var um framtíð landsliðsþjálfarans:

„Ég ætla ekki að segja hvað mér finnst eiga að vera gert, en ég ætla samt sem áður að segja að með þetta sterka leikmenn þá er lágmark fyrir íslenska landsliðið að komast á stórmót, höfum gert það nokkrum sinnum áður og það á að gera betur þegar það komið er á það svið."

„Við (Albert og Ásgerður) erum búin að vera í þrjú ár saman að tala um liðið og oftar en ekki erum við að tala um uppleggið, hvað við tökum litla sénsa, hvað við náum að koma okkar bestu sóknarmönnum of sjaldan í góðar stöður og að við þorum ekki að tapa."


Ásgerður Stefánia velti þá fyrir sér þeirri skiptingu að Hafrún Rakel Halldórsdóttir hafi komið inn á sem kantmaður þegar það þurfti mark en ekki Amanda Andradóttir, Diljá Ýr Zomers eða Hlín Eiríksdóttir.
Landslið kvenna - EM 2025
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Noregur 2 2 0 0 4 - 2 +2 6
2.    Sviss 2 1 0 1 3 - 2 +1 3
3.    Finnland 2 1 0 1 2 - 2 0 3
4.    Ísland 2 0 0 2 0 - 3 -3 0
Athugasemdir
banner
banner