Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   mán 07. júlí 2025 11:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann má hafa sínar skoðanir og ég skammast mín ekkert fyrir það"
Icelandair
EM KVK 2025
Jón Dagur.
Jón Dagur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson setti inn athyglisverða færslu í Instagram Story í gærkvöldi eftir tap kvennalandsliðsins gegn Sviss á EM.

Með tapinu varð ljóst að Ísland á ekki möguleika á að komast í 8-liða úrslit keppninnar.

Jón Dagur er sonur Þorsteins Halldórssonar sem er þjálfari kvennalandsliðsins.

Í færslunni skaut Jón Dagur föstum skotum á sérfræðingateymi RÚV en í færslunni stóð einfaldlega: „Var regla þegar RÚV valdi í settið, að annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert?"

Helga Margrét Höskuldsdóttir stýrði umræðum og þau Ólafur Kristjánsson, Albert Brynjar Ingason og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru í settinu.

Landsliðsþjálfarinn var spurður út í færsluna í viðtali á æfingasvæði Íslands í dag.

„Hann er fullorðinn maður og má hafa sínar skoðanir. Auðvitað er hann sonur minn og þú munt alltaf verja fjölskylduna þína. Það er sennilega erfiðara fyrir fjölskylduna mína að hlusta á gagnrýni en fyrir mig þar sem ég les þetta ekkert. Þetta er örugglega þungt fyrir þau."

„Hann má hafa sínar skoðanir og ég skammast mín ekkert fyrir það,"
sagði Steini við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net, í Sviss.

Viðtalið í heild sinni verður birt innan skamms.
Athugasemdir