Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. ágúst 2022 11:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Lífið snýst ekki um að vinna Meistaradeildina
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola stjóri Manchester City er að hefja sitt sjöunda tímabil undir stjórn félagsins. City heimsækir West Ham kl 15:30 í dag.


Á fyrstu sex árum sínum hjá félaginu hefur hann unnið deildina fjórum sinnum. Hann hefur þó aldrei unnið Meistaradeildina og aðeins komist einu sinni í úrslit.

Hann segir að hann sé ekki að einbeita sér að því að vinna Meistaradeildina.

„Líf mitt snýst ekki um Meistaradeildina, ég væri til í að vinna hana, allir reyna það. Ég hef ekki þráhyggju fyrir því, aðalatriðið er að bæta liðið og spila betur," sagði Guardiola.

City tapaði úrslitaleiknum árið 2021 gegn Chelsea. Þá tapaði liðið í undanúrsltium gegn verðandi meisturum í Real Madrid á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner