Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. september 2019 17:10
Brynjar Ingi Erluson
Quique Sanchez Flores tekinn við Watford (Staðfest)
Quique Sanchez Flores er mættur aftur til Watford
Quique Sanchez Flores er mættur aftur til Watford
Mynd: Getty Images
Quique Sanchez Flores er nýr knattspyrnustjóri Watford á Englandi en félagið sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu. Félagið hafði hraðar hendur eftir að hafa rekið Javi Gracia.

Gracia var látinn taka poka sinn fyrir rúmum hálftíma eftir slaka byrjun á tímabilinu en Watford er aðeins með eitt stig úr fyrstu fjórum leikjunum.

Hlutirnir gerðust nokkuð hratt eftir þá tilkynningu en Watford var rétt í þessu að tilkynna komu Quique Sanchez Flores.

Hann er vel kunnugur Watford en hann stýrði liðinu tímabilið 2015-2016 en hann var síðast að þjálfa Shanghai Shenhua í Kína.

Flores hætti hjá Shenhua í júlí og hefur nú verið ráðinn stjóri Watford.

Hann náði góðum árangri með Watford en hann stýrði liðinu í 13. sæti deildarinnar það tímabilið og kom þá liðinu í undanúrslit FA-bikarsins.


Athugasemdir
banner
banner