fim 07. nóvember 2019 22:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford: Við viljum vinna riðilinn
Rashford fagnar marki sínu í kvöld. Fagnið gekk ekkert alltof vel.
Rashford fagnar marki sínu í kvöld. Fagnið gekk ekkert alltof vel.
Mynd: Getty Images
„Þetta var góð frammistaða, en það eru hlutir sem við getum bætt," sagði Marcus Rashford, framherji Manchester United og einn af markaskorurum liðsins í 3-0 sigri á Partizan Belgrad frá Serbíu í Evrópudeildinni.

United tryggði sér sæti í 32-liða úrslitunum með sigrinum á Old Trafford í kvöld.

„Við skoruðum þrjú mörk en þau hefðu getað verið fleiri," sagði Rashford sem hefði hæglega getað skorað þrennu.

„Hjá mér snýst þetta um bæta mig fyrir næsta leik, en ég hugsa ekki um þetta alltof lengi."

Hann hrósaði hinum 18 ára gamla Mason Greenwood sem kom United á bragðið í kvöld.

„Hann verður að halda áfram að leggja hart að sér og þá munu mörkin koma því hann hefur gæðin. Við erum ánægðir að vera komnir áfram, en okkur langar mjög svo til að enda í efsta sæti. Það eru tveir leikir eftir og við erum í góðri stöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner