Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   fim 07. nóvember 2024 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur leikmaður Sporting gæti fylgt Amorim til Man Utd
Geovany Quenda.
Geovany Quenda.
Mynd: Getty Images
Geovany Quenda, ungur leikmaður Sporting Lissabon, gæti fylgt Rúben Amorim til Manchester United.

Quenda er aðeins 17 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað mikið með aðalliði Sporting.

Hann er yngsti markaskorari í sögu Sporting en samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News er United að fylgjast með honum og félagið gerði það áður en Amorim var ráðinn.

Samkvæmt heimildum miðilsins hefur Man Utd fylgst með Quenda síðustu vikur en honum er líkt við Bukayo Saka, kantmann Arsenal.

Quenda er samning við Sporting til 2027 en það er spurning hvort að hann fylgi Amorim til Manchester.
Athugasemdir
banner
banner