Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 20:09
Ívan Guðjón Baldursson
Settu sig í samband við Solskjær og Carrick
Solskjær stýrði Manchester United í rétt tæplega þrjú ár frá 2018 til 2021.
Solskjær stýrði Manchester United í rétt tæplega þrjú ár frá 2018 til 2021.
Mynd: EPA
Carrick var aðstoðarþjálfari Man Utd og gerði frábæra hluti sem bráðabirgðaþjálfari liðsins eftir brottrekstur Solskjær í nóvember 2021.
Carrick var aðstoðarþjálfari Man Utd og gerði frábæra hluti sem bráðabirgðaþjálfari liðsins eftir brottrekstur Solskjær í nóvember 2021.
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick eru meðal einstaklinga sem stjórnendur Manchester United hafa sett sig í samband við vegna þjálfarastarfsins hjá félaginu sem losnaði þegar Rúben Amorim var rekinn í gær.

Talið er að Rauðu djöflarnir séu í leit að bráðabirgðaþjálfara til að taka við liðinu út tímabilið, með það sem markmið að ráða framtíðarþjálfara næsta sumar.

Nokkrir vinsælir Man Utd menn koma til greina í starfið og telur Norðmaðurinn Jan Åge Fjörtoft, sem lék með þremur mismunandi félagsliðum í ensku úrvalsdeildinni og 71 leik fyrir norska landsliðið, að Solskjær muni taka við keflinu.

Fjörtoft býst við að Michael Carrick og Darren Fletcher verði ráðnir sem aðstoðarþjálfarar hans. Þessir þrír menn eiga það sameiginlegt að hafa unnið til ótal titla með United.

Eins og staðan er í dag er Fletcher við stjórnvölinn með Jonny Evans sem aðstoðarþjálfara.

Sky talar um óformlegar viðræður á milli Man Utd og Carrick annars vegar og Man Utd og Solskjær hins vegar. Þar er talað um að annar hvor þeirra verði ráðinn með Fletcher sem aðstoðarþjálfara. Það eru þó fleiri aðilar taldir vera inni í myndinni hjá stjórnendum United.

Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála, sér um ráðningu á nýjum þjálfara en þarf að fá leyfi frá Sir Jim Ratcliffe áður en viðkomandi verður ráðinn inn. Talið er að stefna félagsins sé að ráða inn nýjan mann fyrir nágrannaslaginn gegn Manchester City 17. janúar.

Búist er við að Fletcher verði á hliðarlínunni gegn Burnley annað kvöld og svo aftur gegn Brighton í FA bikarnum á sunnudaginn.

Stjórnendur United eru hrifnir af Fletcher sem þjálfara en telja hann ekki búa yfir nægilegri reynslu til að taka við liðinu til lengri tíma.
Athugasemdir
banner
banner