Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Amad Diallo hjálpaði meisturunum áfram
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fílabeinsströndin 3 - 0 Búrkína Fasó
1-0 Amad Diallo ('20 )
2-0 Yan Diomande ('32 )
3-0 Bazoumana Toure ('87 )

Amad Diallo, ungstirni Manchester United, var í sviðsljósinu þegar Fílabeinsströndin mætti Búrkína Fasó í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag.

Fílabeinsströndin er ríkjandi Afríkumeistari og hefur því titil að verja.

Amad átti frábæran leik í dag þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins og lagði næsta upp fyrir Yan Diomande, kantmann Stuttgart. Man Utd hefur verið orðað við Diomande á síðustu dögum en hann er gríðarlega efnilegur og hefur verið að gera flotta hluti í þýska boltanum.

Fílabeinsströndin var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og verðskuldaði forystuna. Seinni hálfleikurinn var jafnari en táningurinn Bazoumana Touré, sem leikur fyrir Hoffenheim, kom inn af bekknum og innsiglaði sigurinn undir lokin. Lokatölur 3-0.

Ibrahim Sangaré, Franck Kessié og Evann Guessand voru einnig meðal byrjunarliðsmanna í sterku liði Fílabeinsstrandarinnar og þá voru menn á borð við Willy Boly, Emmanuel Agbadou og Wilfried Zaha ónotaðir varamenn.

Dango Ouattara, Edmond Tapsoba og félagar í áhugaverðu liði Búrkína Fasó eru dottnir úr leik.

Fílabeinsströndin mætir Mohamed Salah og félögum í egypska landsliðinu í afar spennandi slag í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner