Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Heppnir að vinna í Granada
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Granada CF 1 - 3 Rayo Vallecano
1-0 Pablo Saenz Ezquerra ('9 )
1-1 Alvaro Garcia ('49 )
1-2 Pedro Diaz ('74 )
1-3 Juanjo ('92, sjálfsmark)

Rayo Vallecano sem leikur í efstu deild á Spáni heimsótti Granada í eina leik kvöldsins í spænska konungsbikarnum.

Liðin mættust í 32-liða úrslitum og voru heimamenn í Granada, sem leika í næstefstu deild, sterkari aðilinn nánast allan tímann.

Pablo Sanez skoraði snemma leiks og leiddi Granada allt þar til í upphafi síðari hálfleiks, þegar miðjumaðurinn þaulreyndi Álvaro García setti jöfnunarmark úr erfiðu færi.

Vallecano skapaði sér gríðarlega lítið og voru heimamenn í Granada betra liðið, en þeir réðu ekki við García sem lagði upp næsta mark á 74. mínútu.

Staðan var þá orðin 1-2 fyrir Vallecano og á lokamínútunum lögðu heimamenn allt í sóknarleikinn. Þá tókst Vallecano að refsa svo lokatölur urðu 1-3 eftir sjálfsmark í uppbótartíma.

Vallecano fer áfram í 16-liða úrslitin en þetta er svekkjandi niðurstaða fyrir Granada sem spilaði frábæran leik gegn andstæðingum sem leika í næstu deild fyrir ofan.
Athugasemdir
banner