Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Jonny Evans aðstoðar Darren Fletcher (Staðfest)
Mynd: EPA
Jonny Evans er kominn aftur til Manchester United sem partur af þjálfarateymi Darren Fletcher.

Evans verður aðstoðarþjálfari Fletcher í leik Man Utd á útivelli gegn fallbaráttuliði Burnley annað kvöld.

Evans er 38 ára gamall og er uppalinn hjá Man Utd. Hann var lengi vel notaður sem varaskeifa en lék í heildina yfir 240 keppnisleiki fyrir félagið og vann til ótal titla.

Alan Wright og Travis Binnion munu einnig vera Fletcher til halds og trausts gegn Burnley. Óljóst er hvort þjálfarateymið verði áfram við stjórnvölinn þegar United tekur á móti Brighton sunnudaginn 11. janúar.


Athugasemdir
banner
banner