Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bandarískur markvörður á Suðurnesin (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Grindavík/Njarðvík
Sameinað lið Grindavíkur og Njarðvíkur er búið að krækja sér í bandarískan markvörð sem kemur úr röðum Tampa Bay Sun. Sú heitir Lauren Kellett og verður 24 ára gömul í febrúar.

Tampa Bay vann bandarísku USL deildina í fyrra en þar áður lék Lauren fyrir TCU í háskólaboltanum. Þar var hún valin í lið ársins tvö ár í röð og sem besti markvörður deildarinnar.

„Lauren er góð að verja skot, staðsetur sig vel og er örugg á boltann. Við bjóðum hana innilega velkomna í liðið," segir meðal annars í færslu frá Grindavík/Njarðvík, sem tryggði sér sæti í efstu deild í fyrra. Suðurnesjakonur enduðu í öðru sæti Lengjudeildarinnar með 38 stig úr 18 umferðum.

Gylfi Tryggvason þjálfari er mjög ánægður með nýja markvörðinn.

„Lauren er öflugur markvörður með góða reynslu úr háskólaboltanum og úr bandarísku deildinni. Hún passar vel inn í okkar leikstíl og er flottur karakter sem er ekki síður mikilvægt í okkar liði."



Athugasemdir
banner
banner