Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 08. febrúar 2023 09:18
Elvar Geir Magnússon
Tedesco er nýr þjálfari Belgíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hinn 37 ára gamli Domenico Tedesco hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Belgíu. Tedesco fæddist í Ítalíu en er með þýskan ríkisborgararétt.

Þessi fyrrum stjóri Schalke, Spartak Moskvu og RB Leipzig hefur skrifað undir samning út EM í Þýskalandi 2024.

Tedesco tekur við af Roberto Martínez sem lét af störfum eftir sex ára starf, eftir að Belgía komst ekki upp úr riðli sínum á HM í Katar.

„Það er mikill heiður að vera nýr landsliðsþjálfari Belgíu. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni. Ég var með afskaplega góða tilfinningu alveg frá fyrstu viðræðum," segir Tedesco.

Fyrsti leikur Tedesco með Belga verður gegn Svíþjóð í Stokkhólmi þann 24. mars, í undankeppni EM. Það eru kynslóðaskipti að eiga sér stað í belgíska landsliðinu og fróðlegt að sjá hvernig Tedesco mun vegna í nýja starfinu.
Athugasemdir
banner
banner