Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 08. febrúar 2023 14:18
Elvar Geir Magnússon
Útlit fyrir að Atsu sé enn undir rústunum - Rangar fréttir bárust í gær
Frá Hatay í Tyrklandi.
Frá Hatay í Tyrklandi.
Mynd: Getty Images
Rangar fréttir bárust af því í gær að Christian Atsu, fyrrum leikmaður Chelsea og Newcastle, hefði fundist á lífi. Útlit er fyrir að hann sé enn undir húsarústum eftir jarðskjálftann stóra sem skók Tyrkland og Sýrland.

Atsu spilar fyrir Hatayspor í Tyrklandi en í gær sagði Mustafa Ozat, varaforseti félagsins, að hann leikmaðurinn hefði verið dreginn slasaður undan rústunum.

Hann virðist hinsvegar hafa fengið rangar upplýsingar. Gurbey Kahveci, læknir Hatayspor, segir að Atsu hafi ekki fundist á sjúkrahúsinu og óvissa ríkir um afdrif hans.

Savut Taner, íþróttastjóri félagsins, er einnig undir rústunum.

Nana Sechere umboðsmaður hins 31 árs Atsu segir að hann hafi fallið niður af níundu hæð í íbúðablokk sinni þegar jarðskjálftinn, sem mældisy 7,8, reið yfir. Óttast er um líf hans.

„Ég heyrði síðast frá honum í kringum miðnætti á sunnudagskvöld. Christian og liðsfélagar hans voru að spila póker," segir Sechere sem er ekki í Tyrklandi heldur í London.

Atsu hafði skorað sitt fyrsta mark fyrir Hatayspor á sunnudagskvöld, nokkrum klukkustundum áður en þessar náttúruhamfarir riðu yfir Tyrkland.
Athugasemdir
banner