Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 08. apríl 2021 14:34
Elvar Geir Magnússon
Zlatan mun leika í bíómynd um Ástrík og Steinrík
Fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan og sænska landsliðsins, mun fara með hlutverk í næstu leiknu kvikmynd um ævintýri Ástríks og Steinríks.

Zlatan fer með hlutverk rómverska hershöfðingjans Caius Antivirus.

Hann birti í dag nafnið Antivirus á Instagram síðu sinni en á sama tíma birtu aðrir leikarar myndarinnar einnig nöfnin á sínum karakterum á samfélagsmiðlum.

Guillaume Canet leikur Ástrík og Gilles Lellouche fer með hlutverk hins vinalega Steinríks. Pierre Richard leikur Sjóðrík seiðkarl.

Um er að ræða franska mynd og er þetta fimmta leikna myndin í röðinni um ævintýri Ástríks og félaga. Þetta verður fyrsta kvikmyndahlutverk Zlatans.


Athugasemdir