Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. júní 2019 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
HM U20: Mark Weah ekki nóg gegn Ekvador
Weah skoraði gegn Ekvador en Bandaríkin voru slegin út.
Weah skoraði gegn Ekvador en Bandaríkin voru slegin út.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ekvador og Suður-Kórea eru búin að tryggja sig í undanúrslitin á HM U20 sem haldið er í Póllandi.

Timothy Weah skoraði fyrir Bandaríkin en það dugði ekki því Jose Cifuentes og Jhon Espinoza skoruðu báðir fyrir Ekvador.

Leikmenn Senegal fara eflaust svekktir heim en þeir komust tvisvar sinnum yfir í hádramatískum leik gegn Suður-Kóreu.

Lee Ji-Sol jafnaði á 8. mínútu uppbótartímans og náði að koma sínum mönnum í framlengingu. Staðan 2-2. Cho Young-Wook gerði svo þriðja mark Kóreu á 6. mínútu framlengingarinnar. Mark Lee er skráð á 98. mínútu en mark Cho á 96. mínútu, þó að Cho hafi skorað seinna.

Staðan var 3-2 þar til undir blálokin, þegar Amadou Ciss jafnaði í uppbótartíma framlengingarinnar, eða á 121. mínútu. Lokatölur 3-3 og flautað til vítaspyrnukeppni eftir ótrúlega mikla dramatík.

Dramatíkinni var þó ekki lokið því vítaspyrnukeppnin einkenndist af klúðrum. Kóreumenn byrjuðu keppnina og brenndu af tveimur fyrstu spyrnunum. Senegal var því með yfirhöndina en tókst þrátt fyrir það að tapa með að klúðra síðustu tveimur spyrnum sínum.

Kórea vann 3-2 í vítaspyrnukeppni og mætir Ekvador í undanúrslitum. Sigurvegarinn þar mætir annað hvort Ítalíu eða Úkraínu í úrslitaleiknum.

Bandaríkin 1 - 2 Ekvador
0-1 Jose Cifuentes ('30)
1-1 Timothy Weah ('36)
1-2 Jhon Espinoza ('43)

Suður-Kórea 3 - 3 Senegal (3-2 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Cavin Diagne ('37)
1-1 Lee Kangin ('62, víti)
1-2 Ibrahima Niane ('76, víti)
2-2 Lee Ji-Sol ('90+8)
3-2 Cho Young-Wook ('96)
3-3 Amadou Ciss ('121)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner