Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 08. ágúst 2020 14:04
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði og Viðar Örn æfa á Selfossi
Jón Daði Böðvarsson og VIðar Örn KJartansson æfa með Selfyssingum
Jón Daði Böðvarsson og VIðar Örn KJartansson æfa með Selfyssingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku landsliðsmennirnir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson eru að halda sér við í sumarfríinu en leikmennirnir eru að æfa á Selfossi.

Jón Daði er á mála hjá Millwall í ensku B-deildinni en tímabilinu lauk á dögunum og fékk hann því kærkomið frí.

Viðar Örn var á láni hjá tyrkneska liðinu Yeni Malatyaspor frá Rostov en tyrkneska liðið féll niður í B-deildina.

Viðar er áfram samningsbundinn Rostov til 2022 en rússneska deildin fór af stað í dag.

Hann og Jón Daði eru á Íslandi og æfa á Selfossi þessa dagana en Gunnar Borgþórsson birti mynd á Instagram af leikmönnunum í gær. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennaliðsins, var einnig með á myndinni sem má sjá hér fyrir neðan.

Visa det här inlägget på Instagram

Fínir æfingafélagar í dag !

Ett inlägg delat av gunni borgþors (@gunni_borgthors)


Athugasemdir
banner
banner