Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   fim 08. ágúst 2024 07:30
Sölvi Haraldsson
Merino færist nær Arsenal og Arteta er hrifinn
Merino er líklega á förum frá Sociedad.
Merino er líklega á förum frá Sociedad.
Mynd: EPA

Merino eru að færast nær enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal en Merino er mjög ofarlega á óskalista félagsins sem er í leit að miðjumanni fyrir gluggalok.


Mikkel Arteta, þjálfari Arsenal, er sagður vera mikill aðdáandi Merino og vill óður fá Merino til Lundúna. Merino verður líklega byrjunarliðsleikmaður Arsenal skyldi hann skrifa undir hjá Skyttunum.

Merino er með samningstilboð á borðinu frá Sociedad en hann hefur mjög mikinn áhuga á að ganga í raðir Arsenal. Spænski miðjumaðurinn hefur áður verið að mála í ensku úrvalsdeildinni þegar hann spilaði með Newcastle United tímabilið 2017/2018 en hann hefur einnig leikið með Osasuna og Dortmund á sínum ferli.

Hann er 28 ára og á 28 landsleiki fyrir spænska landsliðið en hann hefur skorað í þeim tvö mörk. Hann kom við sögu í öllum leikjum spænska liðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar og skoraði eitt mark.

Baskaliðið hefur misst leikmenn í ár eins og Le Normand í Atletico Madrid, eru mjög líklega að missa Zubimendi í Liverpool og núna er Merino líklegri en ekki að fara frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner