Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 12:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætla að áfrýja rauða spjaldinu á Flick
Mynd: Getty Images

Barcelona hefur hikstað hressilega að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.


Liðið var með væna forystu fyrir ekki svo löngu síðan en Real Madrid er nú aðeins tveimur stigum á eftir og á leik til góða.

Barcelona gerði 2-2 jafntefli gegn Betis í gær een Hansi Flick, stjóri liðsins, fékk að líta rauða spjaldið.

Hann fékk rautt spjald fyrir mótmæli en hann var ekki sáttur þegar Frenkie de Jong fékk á sig vítaspyrnu. Barcelona hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu en félagið telur að Flick hafi verið að blóta sjálfum sér en ekki dómurum leiksins.

Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja til þriggja leikja bann sem þýðir að hann gæti verið kominn í frí framyfir áramót.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner