Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mirror: Salah gerir tveggja ára samning við Liverpool
Samkvæmt Mirror verður Salah áfram hjá Liverpool
Samkvæmt Mirror verður Salah áfram hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er loks að ganga frá nýjum samningi en hann mun skrifa undir tveggja ára samning á næstunni. Þetta kemur fram í enska blaðinu Mirror

Egyptinn hefur átt í viðræðum við Liverpool í marga mánuði og hafa aðilarnir nú komist að samkomulagi.

Salah, sem er 32 ára gamall, rennur út á samningi eftir tímabilið en hann hefur verið meira en viljugur til þess að halda samstarfinu áfram.

Ramy Abbas, umboðsmaður Salah, sagði skjólstæðing sinn vilja þriggja ára samning en Liverpool bauð honum aðeins samning út næsta tímabil.

Á meðan störukeppninni stóð fór Salah að tala um í fjölmiðlum að þetta yrði síðasta tímabil hans hjá Liverpool og að hann ætlaði að njóta þess að spila á Anfield fyrir framan stuðningsmenn félagsins.

Einnig kom hann inn á það í viðtali eftir leikinn gegn Southampton um að Liverpool væri ekki búið að bjóða honum nýjan samning og virtist það hafa svínvirkað því nú hefur Liverpool tekið ákvörðun um að fara milliveginn og bjóða honum tveggja ára samning.

Mirror segir að ef allt gengur snurðulaust fyrir sig mun hann skrifa undir tveggja ára samning á næstu vikum.

Salah hefur verið í fantaformi á tímabilinu og sýnt að aldurinn er ekkert vandamál. Hann er markahæstur með 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni og skrifaði sig þá í sögubækurnar á dögunum er hann skoraði og lagði upp í 37. leiknum í deildinni en hann bætti þar met ensku goðsagnarinnar Wayne Rooney.

Þetta eru þá frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool sem hafa kallað eftir því að eigendur félagsins framlengi samning Salah en Virgil van Dijk er næstur í röðinni og eru þær samningaviðræður nú þegar í gangi.

Liverpool er þá einnig í viðræðum við Trent Alexander-Arnold en það mun líklegast ekki gerast mikið í þeim málum fyrr en á næsta ári. Hann er sterklega orðaður við spænska risann Real Madrid og er ljóst að Liverpool mun fá samkeppni um undirskrift hans á nýju ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner