Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 09. febrúar 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er enginn vafi á því að við viljum kaupa Ísak"
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt virkilega flott tímabil á láni hjá Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp níu í liði sem er í baráttu um að komast upp í þýsku úrvalsdeildina.

Christian Weber, yfirmaður fótboltamála hjá Düsseldorf, segir að stefnan sé sett á það að kaupa Ísak til félagsins næsta sumar.

„Þróun hans er á leið í rétta átt en ég hef trú á því að hann geti gert enn betur. Ég hef mikla trú á honum og elska hann sem manneskju," sagði Weber við Tipsbladet.

„Við höfðum verið að fylgjast með Ísak lengi en við tókum eftir því að hann fékk ekki mikið að spila í Kaupmannahöfn. Ég bjóst ekki við því að geta fengið Ísak til Düsseldorf en það tókst sem betur fer á endanum."

Fram hefur komið í þýskum fjölmiðlum að Düsseldorf geti keypt Ísak í sumar fyrir 2 milljónir evra.

„Það er enginn vafi á því að við viljum kaupa Ísak. Það verður hins vegar ekki auðvelt og við verðum að sjá hvernig fjárhagsstaða félagsins er í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner