Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. júní 2022 23:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael virtist gefast upp - „Þetta verður að vera sýnt á fundi"
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson átti mjög dapran dag þegar íslenska landsliðið vann nauman sigur gegn San Marínó, slakasta landsliði veraldar, í kvöld.

Lestu um leikinn: San Marínó 0 -  1 Ísland

Mikael Egill er tvítugur framherji sem var í kvöld að spila sinn sjötta A-landsleik en í fyrsta sinn sem byrjunarliðsmaður.

Leikurinn í kvöld var í raun fyrsti byrjunarliðsleikurinn sem Mikael Egill spilar í fullorðinsfótbolta - ef svo má segja - á þessu ári. Mikael leikur á Ítalíu, en hann var keyptur til Spezia frá Spal á síðasta ári. Hann var lánaður aftur til Spal þar sem hann endaði á því að leika lítið með aðalliðinu og var þess í stað meira með U19 liðinu.

Hann lék alls um 140 mínútur með aðalliðinu í B-deildinni á Ítalíu fyrir áramót, en fótbrotnaði svo og eftir áramót kom hann einungis við sögu í leikjum U19 liðinu.

Farið var yfir frammistöðu hans á Viaplay eftir leik. Tekið var fyrir myndband þar sem hann sést missa boltann, er klobbaður og reynir svo ekki að ná í boltann aftur.

„Hann átti engan dag, hann var ekki til staðar strákurinn," sagði Rúrik Gíslason.

„Hann joggar þarna til baka. Það verður að taka á þessu. Þetta verður að vera sýnt á fundi og sagt 'nei, nei, nei!'. Hann ákveður að opna sig og sýna boltann - hann er étinn og klobbaður í framhaldinu. Þetta er hugarfar og það verður að tækla þetta strax! Gleymið þessu," sagði Kári Árnason, sem lék lengi í landsliðinu, pirraður.

Mikael gat verið í U21 landsliðinu en var frekar valinn í A-landsliðið. Í kvöld virtist hann engan veginn tilbúinn.

Sjá einnig:
Ekki sáttir við klippur af æfingum - „Ég þoldi ekki svona"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner