De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   fös 09. júní 2023 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Hitti Torres í Friðheimum - „Borðaði skál eftir skál"
Félagarnir
Félagarnir
Mynd: Aðsend

Fernando Torres gerði garðinn frægan með Liverpool á sínum tíma en það sást til hans á Íslandi í dag.


Torres lék 142 leiki og skorað 81 mark fyrir Liverpool frá 2007-2011 en gekk síðan til liðs við Chelsea og náði ekki að sýna sitt rétta andlit þar.

Vísir.is greindi frá því að Torres væri á landinu en það sást til hans borða í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti.

Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var þar ásamt nokkrum vinnufélögum sínum þegar hann sá til einn af sínum uppáhalds leikmönnum.

„Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ sagði Tryggvi í samtali við Vísi.

Loks nýtti Tryggvi sér tækifærið og bað um bolamynd með Torres sem þóttist þá ekki vera þekktur en að lokum tókst honum að fá mynd.


Athugasemdir
banner