Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. júní 2023 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Radrizzani selur sinn hlut í Leeds
Mynd: Getty Images

Andrea Radrizzani stjórnarformaður Leeds United hefur samþykkt að selja sinn hlut í félaginu til meðeigenda féalgsins, 49ers Enterprises.


49ers Enterprises eiga ameríska fótboltaliðið San Francisco 49ers en fjárfestingafélagið fjárfesti 15% hlut í Leeds árið 2018 en hlutinn stækkaði í 44% árið 2021.

Stuðningsmannaklúbbur Leeds United gaf frá sér yfirlýsingu eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili þar sem haldið var fram að Radrizzani væri ekki hæfur til að eiga félagið.

Leeds United sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld báðir aðilar hafi samþykkt eigendaskipti en eigi eftir að ganga frá smáatriðum. Þá sé aðal markmið félagsins að koma sér upp í úrvalsdeildina aftur eins fljótt og hægt er.


Athugasemdir
banner