Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. desember 2019 18:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leysir Umtiti vanda Guardiola?
Umtiti í leik gegn Dortmund í Meistaradeildinni.
Umtiti í leik gegn Dortmund í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Manchester City varð fyrir mikilli blóðtöku í upphafi leiktíðar þegar Aymeric Laporte meiddist illa. Laporte kemur í fyrsta lagi til baka í janúar.

Í vor var vitað að Vincent Kompany yrði ekki áfram hjá City en fyrirliðinn fór heim til Belgíu og stýrir þar Anderlecht.

Þá voru einungis þeir John Stones, Aymeric Laporte og Nicolas Otamendi sem komu til greina í miðvarðarstöðuna hjá Pep Guardiola, stjóra City. Hann ákvað í sumar að æfa Fernandinho, varnarsinnaða miðjumannn liðsins, sem miðvörð og er Fernandinho orðinn lykilmiðvörður hjá spænska stjóranum.

Guardiola virðist ekki treysta Stones og Otamendi fullkomlega og því hefur City verið orðað við miðverði undanfarið. Johnny Evans, miðvörður Leicester City, var oft á tíðum orðaður við félagið sem og Harry Maguire, sem gekk í raðir Manchester United.

Í dag greinir L'Equipe frá því að City sé að skoða Samuel Umtiti, miðvörð Barcelona. Umtiti hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og ekki leikið lykilhlutverk. Hann var ónotaður varamaður gegn Mallorca um helgina og lék síðustu átta mínúturnar gegn Atletico Madrid fyrir rúmri viku.
Athugasemdir
banner
banner