Báðir meiddir á hægri fæti
KR er með forystuna gegn ÍBV á AVIS vellinum í Laugardalnum í hálfleik en það er ekki allt í blóma hjá Vesturbæjarliðinu.
Lestu um leikinn: KR 4 - 1 ÍBV
Óskar Hrafn Þorvaldsson neyddist til að gera tvær breytingar á liðinu í fyrri hálfleiknum vegna meiðsla. Þeir Júlíus Mar Júlíusson og Luke Rae þurftu að fara af velli.
Júlíus þurfti að fara af velli stuttu eftir að Sigurður Arnar Magnússon jafnaði metin fyrir ÍBV og Luke Rae fór af velli undir lok fyrri hálfleiks en Eiður Gauti Sæbjörnsson kom KR aftur yfir stuttu áður. Það var hinn 15 ára gamli Alexander Rafn Pálmason sem skoraði fyrsta mark leiksins.
Þeir virtust báðir meiðast á hægri fæti en þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir þá og liðið þar sem þeir hafa verið frábærir á tímabilinu til þessa. Þá er Aron Sigurðarson ekki með í dag vegna meiðsla og Stefán Árni Geirsson verður ekki með á tímabilinu vegna meiðsla.
Athugasemdir