Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fös 10. júlí 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 4. umferð: Náði að vera réttur maður á réttum stað
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Lengjudeildin
Andri Freyr Jónasson, fyrirliði Aftureldingar.
Andri Freyr Jónasson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding náði í sinn fyrsta sigur.
Afturelding náði í sinn fyrsta sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Freyr Jónasson, sóknarmaður og fyrirliði Aftureldingar, skoraði sína fyrstu fernu á ferlinum í 7-0 sigri á Magna Grenivík. Hann er því skiljanlega leikmaður fjórðu umferð Lengjudeildarinnar.

Sjá einnig:
Lið 4. umferðar: Allir í fyrsta sinn fyrir utan Gary Martin

Afturelding hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn gegn Magna og Mosfellingar heldur betur stimpluðu sig inn í deildina með 7-0 sigri. Andri segir að engar áhyggjur hafi verið í hópnum þrátt fyrir töp í fyrstu leikjunum.

„Nei ég myndi ekki segja það. Auðvitað er alltaf súrt að tapa leikjum en við vitum alveg að við erum með mjög gott fótboltalið svo það var einungis tímaspursmál hvenær fyrsti sigurinn dytti í hús," segir Andri.

„Það er engin spurning að það var mikill léttir að ná þessum sigri; kærkomin þrjú stig og gott að fá að fagna loksins saman inní klefa. Þetta er gott veganesti inn í framhaldið fyrir okkur."

Andri hafði ekki skorað í fyrstu þremur leikjunum en er núna búinn að skora fjögur mörk í fjórum leikjum. Hvað var það í leiknum gegn Magna sem varð til þess að Andri náði að skora fjögur mörk?

„Liðið sem heild átti góðan dag og ég naut heldur betur góðs af því. Við sköpuðum nóg af færum og ég náði sem betur fer að vera réttur maður á réttum stað í þetta skiptið," segir fyrirliðinn en honum líst vel á framhaldið.

„Stemningin í liðinu er mjög góð, þetta er líklegast einn skemmtilegasti hópur sem ég hef verið með í fótbolta og við erum hrikalega spenntir á að takast á við næstu verkefni."

„Ég er svo sem ekkert of upptekinn af ákveðinni tölu þegar kemur að markafjölda í sumar. Ég ætla mér aðallega að ná meiri stöðugleika í mínar frammistöður miðað við sumarið í fyrra. Vonandi mun það skila sér í fleiri mörkum en árið 2019," segir Andri Freyr Jónasson, markahrókur Aftureldingar.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Andri Freyr með fernu: Sú fyrsta á ferlinum
Athugasemdir
banner
banner
banner