Nathan Aké var í byrjunarliði Hollands sem gerði 2-2 jafntefli við Þýskaland í Þjóðadeildinni í kvöld.
Aké tókst þó ekki að klára leikinn vegna þess að hann varð fyrir mögulega alvarlegum meiðslum og þurfti að vera borinn af velli skömmu fyrir leikhlé.
Hinn 29 ára gamli Aké er mikilvægur hlekkur í hollenska landsliðinu en hefur fengið lítinn spiltíma með Englandsmeisturum Manchester City á upphafi nýs tímabils. Hann á í heildina 127 leiki að baki fyrir félagið eftir fjögur ár í Manchester.
Óljóst er hversu slæm meiðsli Aké eru en þau virtust vera aftan í læri. Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano talar um þetta sem vöðvameiðsli.
10.09.2024 20:46
Þjóðadeildin: Kane með tvennu í hundraðasta landsleiknum - Annað tap hjá Írum
Athugasemdir