Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. febrúar 2024 18:59
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Aston Villa og Man Utd: Maguire bestur
Harry Maguire
Harry Maguire
Mynd: EPA
Enski miðvörðurinn Harry Maguire var maður leiksins í 2-1 sigri Manchester United á Aston Villa á Villa Park í dag.

Maguire átti afar erfitt uppdráttar í tvö ár með United áður en hann snéri aftur í byrjunarliðið á þessu tímabili. Hann hefur verið einn af bestu mönnum liðsins þegar hann hefur haldist heill.

Sky Sports gefur Maguire 8 fyrir frammistöðuna, en varnarleikur hans var góður auk þess sem hann lagði upp fyrra mark liðsins.

André Onana, markvörður United, var magnaður í markinu og fær því einnig 8 fyrir sína frammistöðu.

Aston Villa: Martinez (6); Cash (7), Carlos (6), Lenglet (6), Moreno (7); Luiz (7), Kamara (5); McGinn (6), Ramsey (7); Bailey (7), Watkins (5)
Varamenn: Diaby (7), Tielemans (6), Zaniolo (n/a), Digne (n/a)

Man Utd: Onana (8); Dalot (7), Maguire (8), Varane (7), Shaw (6); Casemiro (6), Mainoo (6), Fernandes (7); Garnacho (7), Hojlund (7), Rashford (7)
Varamenn: Lindelof (5), McTominay (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner