Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 22:43
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Erum ekki á sama gæðastigi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham United heimsótti verðandi Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tapaði 2-0.

Hamrarnir gerðu vel að halda út þar til á lokakaflanum en þá tókst Leverkusen að skora tvö mörk eftir hornspyrnur.

David Moyes er óhress með mörkin sem hans menn fengu á sig en Leverkusen var talsvert sterkara liðið í dag og hefði getað skorað fleiri mörk.

„Við spiluðum gegn liði sem verður í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en við erum ekki alveg á því gæðastigi. Við erum ennþá inni í þessari viðureign og eigum tækifæri á að koma til baka í seinni leiknum," sagði Moyes eftir tapið.

„Við hefðum viljað sækja meira í þessum leik en við fengum ekki tækifæri til þess, við vorum að spila gegn virkilega öflugum andstæðingum. Að lokum þá töpuðum við eftir að hafa ekki varist nægilega vel í tveimur hornspyrnum, varnarleikurinn í seinni hornspyrnunni var sérstaklega slæmur.

„Við þurfum að eiga draumaleik til að snúa þessu við en það er aldrei að vita hvað gerist í fótbolta. Við munum reyna okkar besta en núna þurfum við að einbeita okkur að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni."


West Ham tekur á móti Fulham í Lundúnaslag á sunnudaginn og þarf sigur í Evrópubaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner