Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   þri 11. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hættur hjá Verona og tekur við Lazio
Marco Baroni
Marco Baroni
Mynd: Getty Images

Hellas Verona og Marco Baroni hafa komist að samkomulagi um að hann hætti sem stjóri liðsins.


Baroni tók við liðinu síðasta sumar og gerði eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hann hættir því með liðið eftir eitt tímabil sem stjóri liðsins en liðið var í mikilli fallbaráttu en tókst að bjarga sæti sínu í næst síðustu umferðinni.

„Fyrir hönd félagsins vill Maurizio Setti, foreseti félagsins, þakka Hr. Baroni fyrri vinnuna sem hann hefur unnið á þessari leiktíð og óskar honum alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu frá félaginu.

Baroni ere sextugur en hann stýrði áður Benevento, Forisnone og Lecce en Claudio Lotito forseti Lazio hefur þegar staðfest að hann muni taka við sem stjóri félagsins eftir að Igor Tudor sagði upp eftir innan við þrjá mánuði í starfi.


Athugasemdir
banner
banner
banner