Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. ágúst 2020 09:21
Magnús Már Einarsson
Ísak: Dómarinn baðst afsökunar í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson var afar ósáttur við Kristoffer Karlsson dómara í leik Norrköping og Helsingborg í gær. Ísak skoraði laglegt mark í leiknum en hann fékk einnig á sig umdeilda vítaspyrnu í 3-2 tapi í gær.

Kristofer dæmdi hendi og víti á Ísak þegar boltinn fór í öxlina.

„Það er allt í lagi ef menn gera eitt eða tvö mistök en þetta var allur leikurinn," sagði Ísak ósáttur eftir leik.

„Ég fékk boltann í öxlina og dómarinn baðst afsökunar í hálfleik. Það var ekki bara mín vítapyrna sem var röng heldur líka sú fyrsta þegar dæmt var á Krogh Gerson."

Kristoffer dómari sagði sjálfur eftir leikinn í gær að líklega hefði verið um rangan dóm að ræða.

Hér að neðan má sjá markið hjá Ísak í gær.

Sjá einnig:
Dæmdi víti á Ísak - „Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið víti"


Athugasemdir
banner
banner