Athletic segir að Jurgen Klopp hafi velt því fyrir sér að taka við bandaríska landsliðinu eftir að hann hætti hjá Liverpool.
Klopp hefur talað um að hann sé ekki á leið í nýtt starf strax og jafnvel ýjað að því að hann snúi mögulega ekki aftur í stjórastarf.
Klopp hefur talað um að hann sé ekki á leið í nýtt starf strax og jafnvel ýjað að því að hann snúi mögulega ekki aftur í stjórastarf.
En þrátt fyrir að hafa viljað fara í frí fannst honum landsliðsþjálfarastarf Bandaríkjanna allavega það áhugavert að hann var tilbúinn að hlusta.
Nokkrum vikum eftir að hann hætti á Anfield þá fundaði hann oftar en einu sinni með Matt Crocker, yfirmanni fótboltamála hjá bandaríska sambandinu.
Bandaríkin halda HM 2026 en einnig verður leikið í Kanada og Mexíkó. Mauricio Pochettino var í gærkvöldi staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.
Athugasemdir