Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 11. september 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Miðasala hafin á bikarúrslitaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðasala á leik KA og Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikars karla er hafin á tix.is. Leikurinn fer fram laugardaginn 21. september á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 16:00.

Þessi sömu lið áttust við í bikarúrslitaleiknum í fyrra en þá vann Víkingur 3-1 sigur. Það var fjórði bikarsigur Víkings í röð.

Víkingur er í öðru sæti Bestu deildarinnar sem stendur en KA í sjöunda og þarf annað árið í röð að sætta sig við að spila í neðri hlutanum eftir skiptingu.

Stuðningsmenn KA geta keypt miða í sínu svæði hér

Stuðningsmenn Víkings R. geta keypt miða í sínu svæði hér

Leið liðanna í úrslitaleikinn:

32-liða úrslit:
Víkingur - Víðir 4-1
KA - ÍR 2-1

16-liða úrslit:
Grindavík - Víkingur 1-4
KA - Vestri 3-1

8-liða úrslit:
Víkingur - Fylkir 3-1
KA - Fram 3-0

Undanúrslit:
Víkingur - Stjarnan 1-1 (5-4 í vítakeppni)
KA - Valur 3-2
Athugasemdir
banner
banner