Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 11. nóvember 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ed Sheeran fagnaði með leikmönnum eftir sigurinn
Mynd: Ed Sheeran
Mynd: EPA
Ipswich hefur farið ótrúlega vegferð með McKenna við stjórnvölinn. Hann tók við félaginu í League One, þriðju efstu deild enska deildakerfisins, og fór með það upp um tvær deildir á tveimur keppnistímabilum.
Ipswich hefur farið ótrúlega vegferð með McKenna við stjórnvölinn. Hann tók við félaginu í League One, þriðju efstu deild enska deildakerfisins, og fór með það upp um tvær deildir á tveimur keppnistímabilum.
Mynd: Getty Images
Enski tónlistarmaðurinn heimsfrægi Ed Sheeran hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Ipswich Town og mætir reglulega á völlinn til að horfa á liðið keppa í fótbolta.

Sheeran keypti lítinn hlut í Ipswich í haust eftir að félagið vann sér aftur inn sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir langa fjarveru og var hann á vellinum í gær þegar Ipswich heimsótti Tottenham Hotspur í deildarleik.

Ipswich mætti inn í leikinn án sigurs eftir tíu umferðir, þar sem nýliðarnir sátu í fallsæti með fimm stig.

Nýliðunum tókst þó að taka óvænta tveggja marka forystu í fyrri hálfleik á Tottenham Hotspur Stadium, við mikinn fögnuð Ed Sheeran og annara á áhorfendapöllunum, og urðu lokatölur 1-2.

Það reyndist fyrsti sigur Ipswich eftir endurkomu í ensku úrvalsdeildina og fagnaði Ed Sheeran með leikmönnum að leikslokum.

„Er Ed Sheeran á vellinum? Við munum reyna að ná honum inn í búningsklefann!" sagði Sammie Szmodics, sem skoraði glæsilegt mark í fyrri hálfleik, í viðtali beint eftir lokaflautið.

Nokkru síðar var tekið viðtal við Kieran McKenna, aðalþjálfara Ipswich, sem viðurkenndi að Sheeran hafi tekið þátt í fögnuðinum eftir sigurinn.

„Hann kíkti á okkur eftir lokaflautið og óskaði strákunum til hamingju. Við vorum mjög ánægðir að hafa hann í klefanum því við vitum hversu mikið hann hefur hjálpað þessu félagi á undanförnum árum. Hann gerir mjög mikið fyrir okkur og í dag færði hann okkur mögulega einhverja lukku í þokkabót, við vorum nú að spila í þriðju treyjunni okkar sem hann hjálpaði til við að hanna," sagði McKenna meðal annars á fréttamannafundi eftir leik.

„Strákarnir voru himinlifandi með þennan sigur. Þeir vita að þetta er dýrmætur sigur sem þeir munu bera sér í brjósti í langan tíma. Núna þurfum við að halda áfram að leggja allt í sölurnar til að safna saman eins mörgum stigum og við getum. Við viljum vera áfram í þessari deild á næstu leiktíð."
Athugasemdir
banner
banner
banner