Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 11. nóvember 2024 09:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sergio Ramos ekki á leið aftur til Real Madrid
Real Madrid mun ekki sækja Sergio Ramos aftur til félagsins þrátt fyrir vandræði varnarlega. Þetta segir Daily Mail.

Eder Militao, miðvörður Real Madrid, sleit krossband í 4-0 stórsigri liðsins á Osasuna síðasta laugardag.

David Alaba hefur verið að glíma við erfið meiðsli og þá verður Dani Carvajal frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband í síðasta mánuði. Lucas Vazquez er einnig kominn á meiðslalistann.

Ramos er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Sevilla síðastliðið sumar en hann er goðsögn hjá Real Madrid. Þessi 38 ára gamli varnarmaður er þó ekki á leið aftur til félagsins.

Aymeric Laporte, sem er núna að spila í Sádi-Arabíu, er hins vegar möguleiki sem Madrídingum langar að skoða.
Athugasemdir