Allir leikirnir í lokaumferð neðri hluta Bestu deildarinnar fara fram í dag. Vestri, KR og Afturelding berjast fyrir lífi sínu.
Nýliðarnir úr Mosfellsbæ þurfa að leggja ÍA að velli á Akranesi og vonast eftir jafntefli á Ísafirði til þess að bjarga sér. Öll önnur úrslit munu enda með falli Aftureldingar.
Nýliðarnir úr Mosfellsbæ þurfa að leggja ÍA að velli á Akranesi og vonast eftir jafntefli á Ísafirði til þess að bjarga sér. Öll önnur úrslit munu enda með falli Aftureldingar.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Afturelding
Leikur ÍA og Aftureldingar hefur verið færður inn í Akraneshöllina þar sem grasvöllurinn á Akranesi er ekki metinn leikhæfur eftir frostið sem var í nótt.
Það er mikið í húfi í Bestu deildinni og stuðningsmenn Aftureldingar eru á leið með rútu á leikinn.
Besta-deild karla - Neðri hluti
12:00 ÍBV-KA (Hásteinsvöllur)
14:00 Vestri-KR (Kerecisvöllurinn)
14:00 ÍA-Afturelding (ELKEM völlurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍA | 27 | 11 | 1 | 15 | 37 - 50 | -13 | 34 |
| 3. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 4. KR | 27 | 8 | 7 | 12 | 55 - 62 | -7 | 31 |
| 5. Vestri | 27 | 8 | 5 | 14 | 26 - 44 | -18 | 29 |
| 6. Afturelding | 27 | 6 | 9 | 12 | 36 - 46 | -10 | 27 |
Athugasemdir


