Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   lau 25. október 2025 15:12
Brynjar Ingi Erluson
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV, var vonsvikinn með frammistöðu liðsins í síðari hálfleik í 4-3 tapinu gegn KA um Forsetabikarinn í lokaumferð Bestu deildar karla í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  4 KA

Eyjamenn gátu unnið Forsetabikarinn en til þess þurfti liðið að vinna KA.

Staðan var 2-2 í hálfleik en Þorlákur, sem tók út leikbann í dag, var ósáttur með frammistöðuna í síðari hálfleik.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara gríðarlega skemmtilegur og spila mjög vel í fyrri hálfleik og alger klaufamörk sem við fáum á okkur en seinni hálfleikurinn fór í tóma vitleysu. Auðvitað var það þannig að við þurftum að vinna til að fá Forsetabikarinn en þetta var eins og æfing í seinni hálfleik. Rosalega furðulegur fótboltaleikur og agaleysi hjá okkur. Það er 3-3 á 93. mínútu, miðvörðinn kominn fram og hinn miðvörðurinn á miðjunni til að flikka boltanum og enginn í vörn. Mjög kjánalegt og mjög ólíkt ÍBV-liðinu í sumar,“ sagði Þorlákur.

Hann grínaðist svo létt með það að leiknum hafi verið flýtt svo Hallgrímur Jónasson og lærisveinar hans gætu fagnað snemma í kvöld.

„Maður verður að viðurkenna að spennustigið hjá báðum liðum er lægra. Það er ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi geti fengið sér í kvöld snemma og þá er búið að setja tóninn. Við ákváðum að henda öllum inn og gefa þeim 25 mínútur og þá er Oliver að meiðast og farinn út af. Þannig þú færð þetta allt í andlitið,“ sagði Þorlákur við Fótbolta.net.

Hann fer einnig yfir leikmannamálin og hvernig upplifun það var að taka út leikbann í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner