Ísak Snær Þorvaldsson var besti maður Lyngby í 3-2 tapi liðsins gegn Álaborg í dönsku B-deildinni í dag.
Framherjinn var í byrjunarliði Lyngby og kom að báðum mörkum liðsins.
Hann minnkaði muninn fyrir Lyngby í 2-1 á 62. mínútu en Álaborg komst aftur í tvegegja marka forystu aðeins fimm mínútum síðar.
Á 82. mínútu lagði Ísak upp annað mark Lyngby, en frábær frammistaða hans dugði ekki til.
Nóel Atli Arnórsson lék allan leikinn hjá Álaborg sem er í 5. sæti með 21 stig en Lyngby í 3. sæti með 23 stig.
Breki Baldursson spilaði síðustu mínúturnar með Esbjerg sem marði 1-0 sigur á Aarhus Fremad. Esbjerg er í 8. sæti með 20 stig.
Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hans í AB unnu sjötta deildarleikinn í röð er liðið hafði betur gegn Brabrand, 3-1, á heimavelli.
AB er að gera frábæra hluti undir stjórn Jóa Kalla sem mun líklega láta af störfum þegar vetrarfrí hefst. Hann er sagður næsti þjálfari FH.
Adam Ingi Benediktsson og Ægir Jarl Jónasson voru báðir í byrjunarliði AB sem er á toppnum í dönsku C-deildinni með 30 stig eftir þrettán umferðir.
Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn af bekknum hjá Gwangju sem lagði Anyang, 1-0, í úrvalsdeildinni í Suður-Kóreu.
Gwangju er á toppnum í fallriðli deildarinnar með 45 stig og liðið nú sjö stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir

