Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 15:24
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Víkings og Vals: Sigurður Egill ekki í hóp - Pablo og Matti byrja
Valsmenn fylla ekki bekkinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir klukkutíma hefst leikur Víkings og Vals í Bestu deildinni. Þetta er lokaleikur tímabilsins en skjöldurinn fer á loft hjá Víkingum að leik loknum. Víkingar eru sömuleiðis að kveðja Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Valur

Víkingar gera þrjár breytingar á sínu liði eftir sigurinn á Breiðablik í seinustu umferð. Sveinn Gísli Þorkelsson, Pablo Punyed, Róbert Orri Þorkelsson og Matthías Vilhjálmsson koma inn í liðið fyrir þá Oliver Ekroth, Helga Guðjónsson, Atli Þór Jónasson og Viktor Örlyg Andrason.

Valsmenn gera þrjár breytingar á sínu liði eftir 4-4 jafnteflið gegn FH í síðustu umferð. Lúkas Logi Heimisson, Orri Sigurður Ómarsson og Andi Hoti koma í liðið fyrir Sigurð Egil Lárusson, Albin Skoglund og Tryggva Hrafn Haraldsson.

Sigurður Egill Lárusson hefur því spilað sinn seinasta leik fyrir Val á ferlinum. En einnig vekur athygli að Valsmenn eru með 7 á bekknum en ekki 9.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
6. Gunnar Vatnhamar
10. Pablo Punyed (f)
15. Róbert Orri Þorkelsson
19. Óskar Borgþórsson
20. Tarik Ibrahimagic
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson
32. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið Valur:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
8. Jónatan Ingi Jónsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
22. Marius Lundemo
23. Adam Ægir Pálsson
33. Andi Hoti
Athugasemdir
banner