Hundur velska miðjumannsins Aaron Ramsey hvarf sporlaust af búgarði í Mexíkó og heitir leikmaðurinn rúmum tveimur milljónum fyrir þann sem finnur hundinn.
Hundurinn Halo hefur ekkert sést síðan í byrjun mánaðarins er Ramsey og eiginkona hans komu honum fyrir í pössun á búgarði í San Miguel de Allende í Mexíkó.
Þeim var greint frá því að Halo væri týndur en Ramsey, sem leikur með mexíkóska liðinu Pumas, telur einhvern maðk vera í mysunni.
„Við höfum þagað yfir þessu á meðan við reynum að skilja hvernig þú færð aldrei að sjá hundinn aftur eftir að hafa skilið hann eftir á búgarði og það án útskýringa. Engar upptökur eru til úr myndavélunum þar sem þær voru ekki í gangi, enginn hefur séð hana, ekkert lík og bara haugarlygar.“
„Við viljum bara fá að kveðja og halda áfram með lífið, en hvernig getum við það þegar við vitum ekki hvort hún sé lifandi eða dauð?“ sagði Ramsey og spurði.
Ramsey bauð upphaflega fundarlaun upp á 10 þúsund dollara, en hefur hækkað þá upphæð í 20 þúsund dollara sem nemur um 2,4 milljónum íslenskra króna.
Si tienes alguna novedad sobre nuestra Halo, no dudes en contactarnos. Habrá una GRAN RECOMPENSA por encontrarla. Todos estamos rezando para que esté bien y pueda volver pronto con nosotros ????????
— Aaron Ramsey (@aaronramsey) October 17, 2025
Any news about our Halo please contact us. BIG REWARD for finding her. we are all… pic.twitter.com/hEhJOxdd5r
Athugasemdir


