ÍA og Aftureldingar eigast við í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 14:00 í Akraneshöllinni í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Afturelding
Skagamenn eru hólpnir en Afturelding þarf sigur til þess að bjarga sér frá falli.
Leikurinn átti að fara fram á ELKEM-vellinum, en ákveðið var að færa hann inn í Akraneshöllina þar sem aðalvöllurinn var ekki talinn leikhæfur eftir frostið sem var í nótt.
Magnús Már Einarsson gerir eina breytingu á liði Aftureldingar, en Axel Óskar Andrésson kemur inn í liði í stað Elmars Kára Enessonar Cogic.
Það er sömuleiðis aðeins ein breyting á liði Skagamanna. Gabríel Snær Gunnarsson kemur inn fyrir Viktor Jónsson sem er ekki með í dag.
ÍA er í 3. sæti neðri hlutans með 31 stig en Afturelding í neðsta sæti með 27 stig.
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Baldvin Þór Berndsen
7. Haukur Andri Haraldsson
15. Gabríel Snær Gunnarsson
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Marko Vardic
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Ómar Björn Stefánsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
8. Aron Jónsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
19. Sævar Atli Hugason
20. Benjamin Stokke
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍA | 27 | 11 | 1 | 15 | 37 - 50 | -13 | 34 |
| 3. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 4. KR | 27 | 8 | 7 | 12 | 55 - 62 | -7 | 31 |
| 5. Vestri | 27 | 8 | 5 | 14 | 26 - 44 | -18 | 29 |
| 6. Afturelding | 27 | 6 | 9 | 12 | 36 - 46 | -10 | 27 |
Athugasemdir



