Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
banner
   lau 25. október 2025 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísafirði
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg Jónsson var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar 2025. Hann lék frábærlega með Vestra fyrri hluta tímabilsins, var þá á láni frá Víkingi og var kallaður til baka í glugganum. Hann meiddist svo og náði ekkert að spila með Víkingi seinni hlutann.

Hann er staddur á Ísafirði að fylgjast með úrslitaleik Vestra og KR í Bestu deildinni. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Ég held að þetta verði hörku leikur og síðan munu mínir menn í Vestra sigla þessu heim, 1-0 eða 2-1."

„Ég held það verði meira stress KR megin, við í Vestra þekkjum það að spila leiki þar sem allt er undir, tveir leikir á Laugardalsvelli síðustu tvö ár og fallbaráttuslagur í fyrra. Við munum nýta reynsluna,"
segir Daði.

Hann er staddur á Ísafirði í fríi. „Ég er búinn að vera í kringum liðið, spilaði alla mína leiki hér og þetta eru mínir menn. Víkingar eru búnir að sigla þessu heim, þannig það er fínt að vera hérna."

„Andinn er geggjaður eins og vanalega, Jón Þór er kominn inn og liðið er ekki búið að tapa með hann. Vonandi gengur það áfram þannig."


Daði þakkaði fyrir nafnbótina. „Gaman að sjá að þó að ég hafi bara spilað fyrri hlutann þá skilaði það sínu," segir Daði Berg.

Leikur Vestra og KR hefst klukkan 14:00 og fer fram á Kerecis-vellinum.
Athugasemdir
banner