Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 12. janúar 2021 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski bikarinn: AC Milan áfram eftir vító
Milan 0 - 0 Torino (5-4 í vítakeppni)

AC Milan er komið áfram í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir sigur á Torino í viðureign sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Milan, sem er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar, var sterkari aðilinn í leiknum en Torino gerði vel að halda marki sínu hreinu út venjulegan leiktíma og í framlengingunni. Það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar náði Milan að nýta allar sínar spyrnur.

Miðjumaðurinn Tomas Rincon klúðraði fyrir Torino, en það var eina vítaspyrnan sem fór forgörðum. Hakan Calhanoglu skoraði úr síðustu spyrnu Milan.

Þetta var fyrsti leikurinn í 16-liða úrslitunum, en Milan mun annað hvort mæta Inter eða Fiorentina í næstu umferð.
Athugasemdir